banner
   fim 15. febrúar 2018 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Alex McLeish tekur við skoska landsliðinu
McLeish hefur stýrt Birmingham, Nottingham Forest, Genk og Zamalek. Hér var hann við stjórnvölinn hjá Aston Villa.
McLeish hefur stýrt Birmingham, Nottingham Forest, Genk og Zamalek. Hér var hann við stjórnvölinn hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Alex McLeish verður tilkynntur sem nýr þjálfari skoska landsliðsins í kvöld eða á morgun.

Allir helstu fjölmiðlar keppast við að greina frá þessu. McLeish er búinn að skrifa undir samning sem gildir til 2020.

Gordon Strachan hætti í október og reyndu Skotar að fá Michael O'Neill til að taka við, en hann ákvað að vera áfram við stjórnvölinn hjá Norður-Írum.

McLeish er mikils metinn í Skotlandi og gerði góða hluti við stjórnvölinn hjá Motherwell og Hibernian. Hann er þó frægastur fyrir tíma sinn hjá Rangers, þar sem hann vann skosku þrennuna árið 2003.

McLeish þjálfaði skoska landsliðið fyrir áratugi síðan og komst grátlega nálægt því að komast á EM 2008 eftir sögulegan sigur í Frakklandi í undankeppninni.

Skotar höfðu betur gegn Úkraínu en töpuðu síðustu tveimur leikjunum gegn Georgíu og Ítalíu og komust því ekki á lokamótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner