Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. febrúar 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Bætist í hóp félaga sem horfa til Alderweireld
Samningastaða Alderweireld er flókin.
Samningastaða Alderweireld er flókin.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að Real Madrid sé eitt af þeim félögum sem hafi nú áhuga á belgíska miðverðinum Toby Alderweireld hjá Tottenham.

Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Manchester United væri að sýna áhuga.

Alderweireld er að stíga upp úr meiðslum en var ósáttur við að vera ekki tekinn með í leikinn gegn Juventus í Meistaradeildinni á þriðjudag. Leikmaðurinn taldi sig leikfæran en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir utan hóps svo hann gæti unnið að sínum málum í líkamsræktarsalnum.

Alderweireld var frá í næstum þrjá mánuði vegna meiðsla aftan í læri.

Reiknað er með því að hann spili um komandi helgi í bikarleik gegn C-deildarliðinu Rochdale.

Alderweireld, sem er 28 ára, á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Tottenham og viðræður um nýjan samning víst ekki langt komnar. Flókin samningastaðan hefur vakið upp áhuga frá stórum félögum en Manchester City og Chelsea hafa einnig verið að horfa til hans á síðustu árum.

Möguleiki er fyrir Tottenham nýta sér það að framlengja samning Alderweireld sjálfkrafa um eitt ár sumarið 2019. En í samningnum ku vera klásúla um 25 milljóna punda riftunarákvæði sem gildir sumarið 2019, ekki fyrr en fjórtán dögum fyrir lok gluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner