Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. febrúar 2018 11:27
Magnús Már Einarsson
Bjarni Þór framlengir við FH
Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn BJarni Þór Viðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið.

Fyrri samningur Bjarna rann út um áramótin en hann hefur æft með FH að undanförnu og spilað með liðinu í Fótbolta.net mótinu.

„Gleðifréttir fyrir okkur FHinga: Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í dag undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið 2018," segir á Twitter síðu FH.

Bjarni sneri heim úr atvinnumennsku fyrir sumarið 2015 og gekk þá til liðs við uppeldisfélag sitt FH.

Hinn 29 ára gmali Bjarni missti af fyrri hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en hann kom við sögu í átta leikjum í Pepsi-deildinni með FH.

Sjá einnig:
Ítarlegt viðtal við Bjarna um feril hans



Athugasemdir
banner
banner
banner