Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. febrúar 2018 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Östersund og Arsenal: Welbeck byrjar í kuldanum
Welbeck byrjar í kvöld.
Welbeck byrjar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck er fremsti maður Arsenal sem heimsækir Östersund í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Östersund er lítið félag í Svíþjóð en uppgangur þess hefur verið ógnarhraður undir stjórn enska þjálfarans Graham Potter.

Sjá einnig:
Þjálfarinn klárlega ástæða árangurs Östersund

Östersund er skíðabær en það er mikill kuldi þar núna. Fer leikurinn fram í um fjöggura gráðu frosti.

Byrjunarlið Arsenal er ágætlega sterkt og eru Henrikh Mkhitaryan og Mesut Özil báðir að byrja. Pierre-Emerick Aubamaeyang má ekki spila í Evrópudeildinni og því byrjar Welbeck. Alexandre Lacazette er meiddur og verður frá næstu vikurnar.

Varnarmenn Arsenal þurfa að passa vel upp á Alhaji Gero, sóknarmann Östersund. Saga hans er sérstök.

Byrjunarlið Östersund: Keita, Mukiibi, Papagiannopoulos, Pettersson, Widgren, Edwards, Nouri, Mensah, Sema, Ghoddos, Gero.
(Varamenn: Andersson, Tekie, Bergqvist, Hopcutt, Aiesh, Sonko Sundberg, Islamovic)

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Bellerin, Chambers, Mustafi, Monreal, Iwobi, Elneny, Maitland-Niles, Mkhitaryan, Ozil, Welbeck.
(Varamenn: Macey, Holding, Kolasinac, Xhaka, Willock, Nelson, Nketiah)

Það er mikið magn af leikjum í Evrópudeildinni í kvöld.Dortmund mætir Atalanta í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 18, Atletico Madrid leikur gegn vinum okkar frá Kaupmannahöfn og topplið ítalska boltans mætir Leipzig, svo einhverjir leikir séu nefndir.

Leikir kvöldsins:
16:00 Astana - Sporting Lissabon
18:00 Borussia Dortmund - Atalanta (Opinn á Stöð 2 Sport 3)
18:00 Ludogorets Razgrad - AC Milan
18:00 Marseille - Braga
18:00 Nice - Lokomotiv Moskva
18:00 Östersund - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
18:00 Real Sociedad - Salzburg
18:00 Spartak Mokva - Athletic Bilbao
20:05 AEK Aþena - Dynamo Kiev
20:05 Celtic - Zenit í Pétursborg
20:05 Steaua Búkarest - Lazio
20:05 FC Kaupmannahöfn - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 3)
20:05 Lyon - Villarreal
20:05 Partizan Belgrad - Viktoria Plzen
20:05 Napoli - RasenBallsport Leipzig (Stöð 2 Sport 2)


Athugasemdir
banner
banner