Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. febrúar 2018 14:05
Magnús Már Einarsson
Deila Berglindar og Örnu til FIFA
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir standa ennþá í deilu við ítalska félagið Hellas Verona en þær vilja losna undan samningi.

Arna og Berglind gengu í raðir Verona síðastliðið haust en þær vilja losna frá félaginu þar sem ekki er búið að standa við samninga.

Berglind var í íslenska landsliðshópnum gegn Noregi í síðasta mánuði en hún er ekki í hópnum fyrir æfingamótið í Algarve.

„Þær hafa farið fram á riftun og þeirra mál eru í ferli hjá UEFA eða FIFA," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í dag.

„Þau eru að vinna hörðum höndum að þessu. Þetta hefur tekið ótrúlega langan tíma og þetta er ekki gott fyrir þær."

Líklegt er að Arna og Berglind leiki á Íslandi í sumar ef þær losna frá Verona.

Berglind var með Breiðabliki síðastliðið sumar og Arna lék með Val. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þór/KA hug á að fá Örnu aftur í sínar raðir en hún hóf meistaraflokksferil sinn þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner