Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. febrúar 2018 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
L’Equipe: Pogba sér eftir því að hafa farið aftur til Man Utd
Samband Pogba og Mourinho er ekki sagt gott.
Samband Pogba og Mourinho er ekki sagt gott.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur verið mikið í fréttum síðustu daga.

Samband hans og Jose Mourinho, stjóra Manchester United, er ekki sagt gott. Hann var tekinn af velli gegn Tottenham á dögunum, hann byrjaði á bekknum gegn Huddersfield í næsta leik og var aftur tekinn af velli um síðustu helgi þegar United tapaði gegn Newcastle.

Óhætt er að segja að Pogba sé ekki að eiga sína bestu daga í búningi Manchester United.

Samkvæmt slúðrinu í dag vill Pogba að Jose Mourinho breyti leikkerfi Man Utd svo hann geti fengið sókndjarfara hlutverk í þriggja manna miðju.

Þá segir franska blaðið L’Equipe að Pogba sjái eftir því að ganga aftur í raðir Manchester United frá Juventus sumarið 2016. Pogba var keyptur til United fyrir 89 milljónir punda og varð þá dýrasti fótboltamaður sögunnar.

Það verður athyglisvert að fylgjast með framvindu þessa máls en stuðningsmenn Man Utd vonast væntanlega flestir til þess að Pogba muni brátt sína sínar bestu hliðar á ný.
Athugasemdir
banner
banner