Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. febrúar 2018 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Batshuayi hetjan gegn Atalanta
Mynd: Getty Images
Arsenal tefldi fram sterku byrjunarliði er liðið heimsótti Östersund til Svíþjóðar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Heimamenn áttu þokkalegan leik en gæði Arsenal voru einfaldlega meiri. Nacho Monreal átti fyrsta markið og heimamenn gerðu svo sjálfsmark áður en Mesut Özil innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik.

Heimamenn fengu vítaspyrnu í uppbótartíma en brenndu af.

Borussia Dortmund hafði betur gegn Atalanta í stórleik kvöldsins þar sem Michy Batshuayi gerði dramatískt sigurmark í uppbótartíma.

Andre Schürrle hafði komið heimamönnum yfir í jöfnum leik en Josip Ilicic gerði tvennu í upphafi síðari hálfleik til að snúa stöðunni við fyrir gestina frá Bergamó.

Batshuayi jafnaði á 65. mínútu og gerði svo sigurmarkið. Hann er búinn að gera fimm mörk í þremur leikjum frá komu sinni til Dortmund.

Mario Balotelli gerði þá tvennu fyrir Nice gegn Lokomotiv frá Moskvu en Manuel Fernandes, kantmaður gestanna, sneri stöðunni við fyrir sína menn.

Fernandes minnkaði fyrst muninn rétt fyrir leikhlé og bætti tveimur mörkum við eftir að Racine Coly hafði verið rekinn af velli í liði heimamanna.

Milan lenti ekki í vandræðum gegn Ludogorets og Marseille fór létt með Braga á meðan Salzburg náði góðu jafntefli gegn Real Sociedad, þar sem Adnan Januzaj skoraði eftir að hafa komið inn í hálfleik.

Aritz Aduriz er orðinn markahæsti maður Evrópudeildarinnar eftir að hafa skorað tvennu gegn Spartak í Moskvu. Aduriz, sem er 37 ára gamall, er búinn að gera 30 mörk í 43 evrópudeildarleikjum á ferlinum og er kominn með sjö mörk.

Östersund 0 - 3 Arsenal
0-1 Nacho Monreal ('13)
0-2 S. Papagiannopoulos ('24, sjálfsmark)
0-3 Mesut Özil ('58)

Borussia Dortmund 3 - 2 Atalanta
1-0 Andre Schurrle ('30)
1-1 Josip Ilicic ('51)
1-2 Josip Ilicic ('56)
2-2 Michy Batshuayi ('65)
3-2 Michy Batshuayi ('91, víti)

Nice 2 - 3 Lokomotiv Moskva
1-0 Mario Balotelli ('4)
2-0 Mario Balotelli ('28, víti)
2-1 Manuel Fernandes ('45, víti)
2-2 Manuel Fernandes ('69)
2-3 Manuel Fernandes ('77)
Rautt spjald: R. Coly, Nice ('67)

Ludogorets 0 - 3 Milan
0-1 Patrick Cutrone ('45)
0-2 Ricardo Rodriguez ('64, víti)
0-3 Fabio Borini ('92)

Spartak Moskva 1 - 3 Athletic Bilbao
0-1 Aritz Aduriz ('22)
0-2 Aritz Aduriz ('39)
1-2 I. Kutepov ('45, sjálfsmark)
1-3 L. Adriano ('60)

Marseille 3 - 0 Braga
1-0 V. Germain ('4)
2-0 V. Germain ('69)
3-0 F. Thauvin ('74)

Real Sociedad 2 - 2 Salzburg
0-1 M. Oyarzabal ('27, sjálfsmark)
1-1 A. Odriozola ('57)
2-1 Adnan Januzaj ('80)
2-2 T. Minamino ('94)

Astana 1 - 3 Sporting Lissabon
1-0 M. Tomasov ('7)
1-1 B. Fernandes ('48, víti)
1-2 G. Martins ('50)
1-3 Seydou Doumbia ('56)
Rautt spjald: Y. Logvinenko, Astana ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner