Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 15. febrúar 2018 05:55
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin í dag - Arsenal í sænska skíðabænum
Nacho Monreal, leikmaður Arsenal.
Nacho Monreal, leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lorenzi Insigne, leikmaður Napoli.
Lorenzi Insigne, leikmaður Napoli.
Mynd: Getty Images
Það er mál manna að 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar hafi ekki verið eins sterk og í ár frá því að keppnin varð til í núverandi mynd.

Það er urmull af flottum leikjum í fyrri umferð 32-liða úrslitanna í dag, þar á meðal viðureign sænska liðsins Östersund og enska stórliðsins Arsenal. Östersund er lítið félag í Svíþjóð en uppgangur þess hefur verið ógnarhraður undir stjórn enska þjálfarans Graham Potter.

Sjá einnig:
Þjálfarinn klárlega ástæða árangurs Östersund

Það verður um fjöggura gráðu frost meðan leikurinn í Östersund fer fram.

Dortmund mætir Atalanta í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 18, Atletico Madrid leikur gegn vinum okkar frá Kaupmannahöfn og topplið ítalska boltans mætir Leipzig, svo einhverjir leikir séu nefndir.

16:00 Astana - Sporting Lissabon
18:00 Borussia Dortmund - Atalanta (Opinn á Stöð 2 Sport 3)
18:00 Ludogorets Razgrad - AC Milan
18:00 Marseille - Braga
18:00 Nice - Lokomotiv Moskva
18:00 Östersund - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
18:00 Real Sociedad - Salzburg
18:00 Spartak Mokva - Athletic Bilbao
20:05 AEK Aþena - Dynamo Kiev
20:05 Celtic - Zenit í Pétursborg
20:05 Steaua Búkarest - Lazio
20:05 FC Kaupmannahöfn - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 3)
20:05 Lyon - Villarreal
20:05 Partizan Belgrad - Viktoria Plzen
20:05 Napoli - RasenBallsport Leipzig (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner