Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. febrúar 2018 13:26
Magnús Már Einarsson
Freyr missir af lokaleiknum á Algarve
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, missir af síðasta leik íslenska landsliðsins á æfingamótinu á Algarve í Portúgal.

Freyr er að afla sér UEFA pro þjálfararéttinda í Danmörku og því verður hann fjarri góðu gamni.

„Það er skyldumæting og ef ég mæti ekki þá er ég fallinn," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.

Leikurinn sem Freyr missir af er leikur um sæti á mótinu í kjölfarið á riðlakeppninni. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, stýrir þeim leik.

„Þar mun hundtryggur andstoðarmaður minn Ásmundur Haraldsson láta ljós sitt skína, fyrir leik, í leiknum og eftir leik," sagði Freyr.

Leikir Íslands á Algarve
28. febrúar Danmörk - Ísland
2. mars Japan - Ísland
5. mars Holland - Ísland
8. mars Leikur um sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner