fim 15. febrúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns: Sé eftir að hafa ekki spilað sem atvinnumaður
Heimir í leik með FH á sínum tíma.
Heimir í leik með FH á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Heimir Guðjónsson er fyrsti gesturinn hjá Gunnlaugi Jónssyni í þættinum Návígi. Heimir tjáði sig um leikmannaferilinn í fyrri hluta þáttarins en hann birtist í dag.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi

Heimir átti farsælan feril með KR, KA, ÍA og FH en hann segist sjá eftir því að hafa ekki farið út í atvinnumennsku.

„Það eina sem ég sé á þessum blessaða fótboltaferli er að hafa ekki farið til Norðurlanda. Þetta voru lið í Svíþjóð og Noregi á sínum tíma. Mig minnir að það hafi til dæmis verið Halmstad," sagði Heimir í þættinum.

„Ég sé eftir að hafa ekki farið út á reynslu og látið á slag standa. Launin á þeim tíma voru ekki í líkingu við það sem er í dag. Launin sem voru þá í boði á Norðurlöndunum voru ekkert svakalega mikil."

„Ég mat stöðuna þannig að ég hafði það ágætt á Íslandi en það var rangt mat. Ég sé eftir því að hafa ekki prófað þetta. Ég hefði viljað fara á reynslu til að sjá hvar ég stóð og athugað möguleika á að fá samning til að spila sem atvinnumaður."



Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner