Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. febrúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Kluivert eldri vill að sonurinn fari til Spánar
Justin Kluivert í leik gegn Breiðabliki í Meistaradeild unglingaliða árið 2016.
Justin Kluivert í leik gegn Breiðabliki í Meistaradeild unglingaliða árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Kluivert, fyrrum framherji hollenska landsliðsins, vill að sonur sinn velji vel þegar hann ákveður að yfirgefa Ajax í framtíðinni og fara í stærri deild.

Hinn 18 ára gamli Justin Kluivert er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar í hollensku úrvalsdeildinni.

Talað er um að Manchester United hafi áhuga á vængmanninum en athygli vakti eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra þegar Jose Mourinho átti spjall við leikmanninn unga. Í vikunni gaf Justin enskum félögum undir fótinn en faðir hans vill að hann vandi valið vel.

Patrick Kluivert spilaði meðal annars með Barcelona á ferli sínum og hann vill frekar að Justin fari í spænsku úrvalsdeildina en þá ensku.

„Það sem kemur upp kemur upp. Það er erfitt að segja nei við Barca en það eru líka önnur stór félög," sagði Patrick Kluivert.

„Mikilvægast er að velja lið sem hentar leikstílnum en ekki lið sem borgar meiri pening. Ég sé son minn frekar spila í spænsku úrvalsdeildinni en þeirri ensku en þetta verður hans val."
Athugasemdir
banner
banner
banner