fim 15. febrúar 2018 13:29
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn fyrir Algarve: Tíu breytingar síðan í fyrra
Sigrún Ella Einarsdóttir kemur inn.
Sigrún Ella Einarsdóttir kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eru báðar í hópnum en þær eiga einn landsleik að baki.
Hlín Eiríksdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eru báðar í hópnum en þær eiga einn landsleik að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem fer á æfingamót í Algarve í lok mánaðarins. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum síðan á Algarve í fyrra en alls eru tíu breytingar síðan þá. Átta leikmenn eru að fara í fyrsta skipti með íslenska landsliðinu á Algarve mótið.

Sigrún Ella Einarsdóttir, kantmaður Fiorentina, kemur inn í hópinn síðan í vináttuleiknum gegn Noregi í síðasta mánuði.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir dettur út úr hópnum en hún er á förum frá Hellas Verona og án félags þessa dagana. Því kom hún ekki til greina í hópinn. Auk þess eru Elín Metta Jensen og Sigríður Lára Garðarsdóttir báðar meiddar.

Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eru allar í hópnum en þær léku sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í síðasta mánuði.

Leikið er þétt á mótinu en þrír leikir eru í riðli og einn leikur um sæti. Freyr stefnir á að gera miklar breytingar á milli leikja og gefa sem flestum leikmönnum tækifæri.

Leikir Íslands á Algarve
28. febrúar Danmörk - Ísland
2. mars Japan - Ísland
5. mars Holland - Ísland
8.mars Leikur um sæti

Markverðir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Guðný Árnadóttir, FH
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik

Miðjumenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Sandra María Jessen, Slavia Prag
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Andrea Mist Pálsdóttir, Þó/KA
Rakel Hönnudóttir, LB07

Sóknarmenn
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Hlín Eiríksdóttir, Valur
Sigrún Ella Einarsdóttir, Fiorentina
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner