Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. febrúar 2018 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Arnór stal sigrinum fyrir Njarðvík
Theodór Guðni skoraði fyrsta mark leiksins.
Theodór Guðni skoraði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 3 - 2 ÍA
1-0 Theodór Guðni Halldórsson ('27)
1-1 Alexander Már Þorláksson ('66)
2-1 Bergþór Ingi Smárason ('71)
2-2 Steinar Þorsteinsson ('79)
3-2 Arnór Björnsson ('92)

Gott gengi Njarðvíkinga á undirbúningstímabilinu hélt áfram er Skagamenn kíktu í heimsókn í Lengjubikarnum í dag.

Theodór Guðni Halldórsson kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var Njarðvík yfir þegar flautað var til leikhlés í Reykjaneshöllinni.

Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir ÍA í síðari hálfleik og kom Bergþór Ingi Smárason heimamönnum aftur yfir fimm mínútum síðar.

Steinar Þorsteinsson var ekki lengi að svara fyrir Skagamenn og staðan því aftur orðin jöfn, 2-2. Skagamenn sóttu í sig veðrið á lokakaflanum en náðu ekki að pota inn marki.

Arnór Björnsson náði að stela sigrinum fyrir heimamenn með marki í uppbótartíma, þvert gegn gangi leiksins.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner