Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. febrúar 2018 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Monchi: Urðum að selja Salah
Mynd: Getty Images
Monchi, stjóri knattspyrnumála hjá Roma, segir að það hafi verið nauðsynlegt að selja Mohamed Salah til Liverpool í sumar, hann virðurkennir þó að upphæðin fyrir hann hefði mátt vera stærri.

Liverpool keypti Salah fyrir 34 milljónir punda í sumar, en upphæðin gæti síðar meir hækkað 44,4 milljónir punda. Miðað við það hvernig Salah hefur spilað á tímabilinu er það gjöf en ekki gjald.

Salah hefur verið magnaður og varð næst fljótasti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að skora 30 mörk fyrir félagið, á eftir George Allan.

Eftir frammistöðu Salah með Liverpool hafa vaknað upp spurningar hvers vegna Roma fékk ekki meira fyrir hann, sama sumar og PSG keypti Neymar fyrir 198 milljónir punda.

„Á endanum, með bónusum fengum við 50 milljónir evra fyrir hann, sem er upphæð sem er kannski ekki sú besta fyrir hann í dag," sagði Monchi við Sky Sports á Ítalíu. „Þessi upphæð (50 milljónir evra) er samt tvöfalt það sem þeir buðu fyrst. Á þessum tímapunkti urðum við að selja hann og hann var búinn að ná samkomulagi við Liverpool, þannig við gátum ekkert gert."

„Svo komu félagskipti Neymar og Kylian Mbappe til PSG, þau breyttu markaðnum."

Salah myndi líklega kosta meira en 100 milljónir punda á markaðnum í dag, það er ljóst.
Athugasemdir
banner
banner