banner
   fim 15. febrúar 2018 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
MSF komið að 96 mörkum Liverpool
Hafa komið að 96 mörkum á tímabilinu.
Hafa komið að 96 mörkum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Liverpool sýndi geggjaða frammistöðu á Drekavöllum í Porto í gær. Liverpool valtaði yfir heimamenn og var það sóknatríó Liverpool, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem stal senunni.

Sadio Mane gerði þrennu og Firmino og Salah voru með sitthvort markið í 5-0 sigrinum í gær.

Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar fyrir 145 milljónir punda. Óttuðust margir stuðningsmenn Liverpool að það myndi hafa stór áhrif á sóknarleik liðsins en eftir síðustu leiki liðsins bendir lítið til þess að svo verði.

Í öllum keppnum á þessu tímabili hefur sóknartríó Liverpool komið að 96 mörkum, hvorki meira né minna!

„Við höfðum MSN - Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar hjá Barcelona. Kannski gæti Liverpool verið með MSF - Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino," segir á vef Daily Mail.

Nú er bara spurning hvort MSF geti breytt þessum mörkum í titla sem stuðningsmenn Liverpool þrá ekkert heitar en.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner