fim 15. febrúar 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Pogba vill að Mourinho geri breytingar
Powerade
Jose Mourinho og Paul Pogba.
Jose Mourinho og Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Fellaini er á leið til Besiktas.
Fellaini er á leið til Besiktas.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru búin að ganga frá sínum slúðurskammti í dag. Kíkjum á slúðrið.



Tottenham ætlar að bjóða Mauricio Pochettino nýjan og betri samning. Stjórinn skrifaði síðast undir samning árið 2016 en sá samningur færir honum 5,5 milljónir punda í árslaun. (Telegraph)

Real Madrid ætlar að kaupa Neymar (26) frá PSG árið 2019. (Mundo Deportivo)

Real Madrid er í bílstjórasætinu í baráttunni um Toby Alderweireld (28) varnarmann Tottenham en Manchester City, Chelsea og Manchester United hafa einnig áhuga. (Mirror)

Marouane Fellaini (28), miðjumaður Manchester United, hefur samþykkt að ganga í raðir Besiktas í Tyrklandi í sumar þegar samningur hans á Old Trafford rennur út. (Mirror)

Juventus hefur spurst fyrir um Jack Wilshere (26) miðjumann Arsenal. (Mirror)

Everton og Tottenham hafa bæði áhuga á Steven Bergwijn (20) kantmanni PSV Eindhoven. (ESPN)

Erik Lamela (25) er tilbúinn að fara frá Tottenham til Inter. (Talksport)

Arsenal og Chelsea eru bæði að fylgjast með samningaviðræðum Luke Shaw (22) við Manchester United. Jose Mourinho hefur staðfest að vinstri bakvörðurinn fái nýjan samning en viðræður eru hins vegar ekki hafnar. (Mirror)

Paul Pogba (24) vill að Jose Mourinho breyti leikkerfi Manchester United svo hann geti fengið sókndjarfara hlutverk í þriggja manna miðju. (Daily Record)

Claude Puel, stjóri Leicester, er ósáttur við tilboð Manchester City í Riyad Mahrez undir lok félagaskiptagluggans. (Leicester Mercury)

Brasilíski framherjinn Ronaldo hefur gefið Gabriel Jesus (20) ráðleggingar í hnémeiðslunum sem hann er að glíma við. Landarnir hittust í afmælisveislu Neymar í Paris í síðustu viku. (Daily Mail)

Samuel Umtiti (24) varnarmaður Barcelona vill fá launahækkun upp í 5,3 milljónir punda en það er sama upphæð og Manchester United bauð honum í janúar. (Sport)

Jay Rodriguez, framherji WBA, hefur ráðið varalesara til að reyna að sanna að hann hafi ekki verið með kynþáttafordóma í garð Gaetan Bong í leik gegn Brighton. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner