Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. febrúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
PSG sakar dómarana um að hafa hjálpað Real Madrid
Unai Emery þjálfari PSG.
Unai Emery þjálfari PSG.
Mynd: Getty Images
Lítil ánægja er hjá PSG með dómarann Gianluca Rocchi og aðstoðarmenn hans eftir 3-1 tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Nasser Al-Khelaifi, eigandi og framkvæmdastjóri PSG, liggur aldrei á skoðunum sínum og hann lét í sér heyra eftir tapið á Santiago Bernabeu.

„Við fengum tvö gul spjöld sem áttu ekki að vera gul spjöld og það var dæmd rangstaða á Kylian [Mbappe] sem var rangur dómur," sagði Al-Khelaifi.

„Svona litlir hlutir geta gert gæfumuninn gegn stórum liðum eins og Real. Úrslitin voru ekki svona bara út af þessu en þetta hjálpaði auðvitað Real."

„Á síðasta ári þegar við töpuðum gegn Barcelona þá var þetta líka dómarinn. Aftur í dag, dómarinn. Ég tel að UEFA þurfi að gera eitthvað."


Unai Emery, þjálfari PSG, tók í sama streng og Al-Khelaifi.

„Ég er ekki ánægður með það hvernig dómarinn höndlaði leikinn. Litlir hlutir, sem geta orðið stórir hlutir, féllu þeim í hag," sagði Emery.

„Við fengum vítaspyrnu á okkur, við áttum að fá vítaspyrnu þegar Sergio Ramos fékk boltann í höndina og síðan voru gulu spjöldin sem við fengum....Það virtist líka vera brotið á [Presnel] Kimpembe í aðdragandanum að einu markinu."

„Ég er ánægður með spilamennsku okkar en ósáttur við úrslitin. Ég tel að dómarinn hafi hallast að Real frekar en okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner