Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. febrúar 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Puel ósáttur með Man City - City segir hann fara með rangt mál
Mahrez er byrjaður að spila aftur með Leicester eftir að hafa varið í stutt verkfall.
Mahrez er byrjaður að spila aftur með Leicester eftir að hafa varið í stutt verkfall.
Mynd: Getty Images
Manchester City neitar að hafa hegðað sér illa í tilraunum sínum að kaupa Riyad Mahrez frá Leicester.

Claude Puel, stjóri Leicester, er ósáttur með City-liðið. Hann sagði: „Að gera tilraunir í að fá leikmann aðeins einum eða tveimur dögum áður en glugginn lokar, ég veit ekki hvort það sé eðlilegt."

„Við höfum ekki marga leikmenn með sömu gæði og Riyad. Það er ekki erfitt fyrir sum lið að finna aðra leikmenn, fyrir okkur er það erfitt. Við þurfum að fá virðingu frá öðrum félögum."

Þarna segir Puel að City hafi hafið tilraunir sínar að krækja í Mahrez „einum eða tveimur dögum áður en glugginn lokaði." Samkvæmt heimildum Sky og Manchester Evening News gefur Man City hins vegar lítið fyrir þessar ásakanir, City hafi haft samband við Leicester viku áður en glugginn lokaði, eftir að í ljós kom að Alexis Sanchez færi til Manchester United, ekki til Man City.

City reyndi að sannfæra Leicester um að selja Mahrez fyrir 60 milljónir punda en Leicester vildi ekki gera það þar sem félagið vildi fá nær 90 milljónum punda fyrir hann.

Eftir að Mahrez fékk ekki að fara til Man City ákvað hann að fara í stutt verkfall hjá Leicester, hann mætti ekki á æfingar og var ekki að spila. Hann er hann hins vegar byrjaður að mæta aftur núna.

Sjá einnig:
Liðsfélagarnir hafa fyrirgefið Mahrez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner