Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. febrúar 2018 06:00
Elvar Geir Magnússon
Rabiot: Alltaf slegnir niður á jörðina
Rabiot horfir á Isco með boltann í leiknum í gær.
Rabiot horfir á Isco með boltann í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot, hinn 22 ára miðjumaður PSG, reyndi ekki að leyna vonbrigðum sínum eftir 3-1 tapið gegn Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Rabiot kom PSG yfir í leiknum en er ekki sáttur við hvernig hans lið hrundi frá þeirri forystu.

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í röð og Marcelo átti svo lokaorðið.

„Þetta eru vonbrigði. Við byrjuðum á því að gera þá hluti á vellinum sem við þurftum að gera. En við segjum alltaf það sama, við gerum alltaf það sama og erum alltaf slegnir á jörðina á sama hátt," sagði Rabiot svekktur.

Rabiot segir að það hjálpi PSG ekki í Meistaradeildinni að fá ekki marga öfluga andstæðinga heima í deildinni.

„Það er voða fínt að skora átta mörk gegn Dijon, en það er í svona leikjum sem menn þurfa að stíga upp og hlutirnir telja. Það er mjög pirrandi að við létum leikinn renna okkur úr höndum. En við skulum ekki vera of neikvæðnir. 2-0 sigur heima í París er klárlega möguleiki."

Seinni leikurinn verður 6. mars.
Athugasemdir
banner
banner