Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. febrúar 2018 07:30
Elvar Geir Magnússon
Rangt haft eftir Skriniar - Heiður að vera hjá Inter
Milan Skriniar er hrikalega öflugur.
Milan Skriniar er hrikalega öflugur.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn öflugi Milan Skriniar hjá Inter hefur stigið fram eftir að rangt var haft eftir honum í fjölmiðlum.

Skriniar, sem er Slóvaki, átti að hafa lýst því yfir að hugur sinn væri að reika til Real Madrid, Barcelona, Manchester City og Manchester United.

„Ég hef aldrei hugsað út í það eða sagst vilja yfirgefa Inter," skrifaði Skriniar á Instagram.

„Það er heiður fyrir mig að vera hjá Inter. Ég veit ekki hver þýddi þessi orð frá viðtali við mig í Slóvakíu en hann gerði það ekki mjög vel!"

Skriniar er á sínu fyrsta tímabili hjá Inter en þessi 23 ára leikmaður hefur verið einn besti varnarmaður Evrópufótboltans á þessari leiktíð. Inter hefur þó verið að gefa eftir í ítölsku A-deildinni eftir góða byrjun, liðið situr nú í þriðja sæti en langt er í toppliðin Napoli og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner