Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. febrúar 2018 22:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Tökum Evrópudeildinni ekki jafn alvarlega
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, er ósáttur með frammistöðu sinna manna gegn RB Leipzig. Liðin mættust í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Napoli mætti til leiks með hálfgert varalið og tapaði 3-1 á heimavelli. Sarri segir leikjaálag og róteringu á byrjunarliðinu ekki vera gildar afsakanir fyrir tapinu.

„Ég sá ellefu menn á vellinum sem spiluðu eins og þetta væri bara vinnan þeirra. Það vantaði hjartað og baráttuna. Við vorum skelfilegir á allan hátt og fórum inn í leikinn með kolrangt hugarfar," sagði Sarri að leikslokum.

„Það skiptir ekki máli hvort liðið vinni eða tapi svo lengi sem hugarfarið er rétt. Í kvöld var mikið að. Það vantaði áhugann, ástríðuna og einbeitinguna."

Napoli hefur verið gagnrýnt fyrir að taka Evrópudeildinni ekki nógu alvarlega og segist Sarri ekki ætla að fela sig á bakvið það.

„Ég væri að ljúga að leikmönnum og stuðningsmönnum ef ég segði að við tækjum Evrópudeildinni jafn alvarlega og ítölsku deildinni.

„Það afsakar samt engan veginn spilamennskuna í dag, við erum með góðan leikmannahóp og eigum að gera mikið betur."

Athugasemdir
banner
banner