fim 15. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Sjáðu tölurnar - Rosalegur munur á Östersund og Arsenal
Árangur Östersund er magnaður.
Árangur Östersund er magnaður.
Mynd: Getty Images
Hvernig gengur Arsenal í Svíþjóð í kvöld?
Hvernig gengur Arsenal í Svíþjóð í kvöld?
Mynd: Getty Images
Stærsta stundin í sögu sænska félagsins Östersund verður í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Árið 2011 spilaði Östersund í sænsku D-deildinni og uppgangur liðsins undanfarin ár hefur verið lyginni líkast.

Östersund, sem spilar í dag í sænsku úrvalsdeildinni, varð bikarmeistari í fyrra og komst þannig í Evrópudeildina. Þar sigraði liðið Galatasaray í forkeppninni og skildi þýska liðið Hertha Berlin eftir í riðlakeppninni fyrir áramót.

Sky Sports hefur tekið saman nokkrar áhugaverðar tölulegar staðreyndir fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld.

Stofnár félags
Arsenal 1886
Östersund 1996

Leikvangar
Arsenal (Emirates leikvangurinn) - 59,867 áhorfendur
Östersund (Jamtkraft Arena) - 8,466 áhorfendur

Ódýrasti ársmiði
Arsenal - 891 pund (126 þúsund krónur)
Östersund - 225 pund (32 þúsund krónur)

Dýrasti leikmaður
Arsenal - Pierre-Emerick Aubameyang (60 milljónir punda)
Östersund - Saman Ghoddos (68 þúsund pund)

Sjá einnig:
Halli Björns: Þjálfarinn klárlega ástæða árangurs Östersund
Kona Potter grét daglega í hálft ár í Östersund
Östersund segir Arsenal að búningsklefinn sé í snjóhúsi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner