Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. febrúar 2018 06:00
Fótbolti.net
Viktor Segatta í Þrótt Vogum (Staðfest)
Viktor og Úlfur Blandon, þjálfari Þróttara.
Viktor og Úlfur Blandon, þjálfari Þróttara.
Mynd: Þróttur Vogum
Sóknarmaðurinn Viktor Smári Segatta hefur gengið í raðir Þróttar í Vogum. Liðið komst upp úr 3. deildinni í fyrra.

Viktor spilaði 20 leiki með Gróttu í Inkasso-deildinni og bikar í fyrra. Hann skoraði í þeim fimm mörk. Í byrjun september fór hann til Noregs og kláraði árið með Stord í norsku 3. deildinni.

Hann var drjúgur tímabilið 2016 þegar Grótta vann sér sæti í Inkasso-deildinni. Hann skoraði 12 mörk í 21 leik í 2. deildinni.

Viktor, sem er fæddur 1992, er uppalinn FH-ingur, en hann hefur einnig leikið með Haukum og ÍR á sínum ferli, ásamt Gróttu.

Þá hafa Þróttarar fengið tvo unga leikmenn til sín. Finnur Árni Viðarson er tvítugur varnarmaður sem kemur frá Þrótti Reykjavík. Áður en hann fór til Þróttar R, í fyrra spilaði Finnur stórt hlutverk með 2. flokki FH.

Brynjar Sigþórsson er tvítugur sóknarmaður og kemur frá FH. Hann hefur verið í æfingahóp meistaraflokks FH í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner