Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 16. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef við höldum þessum mannskap og höldum þessum þjálfara þá held ég að Tottenham vinni pottþétt stóran titil. Við gerum örugglega atlögu að enska bikarnum í maí,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Jóhann Alfreð er harður stuðningsmaður Tottenham eins og félagi hans Björn Bragi Arnarsson en báðir eru þeir í uppistandshópnum Mið-Ísland.

„Þetta eru miklu skemmtilegri leikir núna en áður og stöðugleikinn er kominn. Tottenham hefur oft átt frábæra leiki undanfarin ár en svo hræðilega leiki inn á milli. Núna er þetta orðið alvöru lið sem hræðist engan. Þetta er ungt lið sem er samt komið með smá reynslu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það geti orðið meistari. Mér finnst þetta Tottenham hafa spilað skemmtilegasta boltann í vetur,“ sagði Björn Bragi um Tottenham.

Besta tímabilið var eins og að vera kýldur í magann
Hjálmar Örn Jóhannsson tók undir með þeim. „Við eigum eftir að landa titli á næstu árum, ég held að það sé ekki spurning. Það vantar samt einn egó kall sem hristir upp í þessu. Einhvern sem er stór og mikill, týpu eins og Costa. Allir í liðinu eru góðir í fótbolta og góðir vinir en það vantar einhvern sem hefur unnið eitthvað alvöru,“ sagði Hjálmar.

Tottenham endaði í 3. sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra eftir að hafa verið í titilbaráttu við Leicester fram á vor.

„Tímabilið í fyrra hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið frábært en samt var þetta skrýtið. Tottenham var í fyrsta lagi að berjast við Leicester um titilinn. Leicester vann titilinn og allir fíluðu það nema Tottenham menn. Síðan kom tap gegn Newcastle í lokaumferðinni og Arsenal komst upp fyrir okkur. Þetta var skrýtið. Þetta var besta tímabil frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en samt leið manni eins og maður hefði verið kýldur í magann,“ sagði Jóhann Alfreð.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner