Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 16. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham er á góðri leið.
Tottenham er á góðri leið.
Mynd: Getty Images
„Ef við höldum þessum mannskap og höldum þessum þjálfara þá held ég að Tottenham vinni pottþétt stóran titil. Við gerum örugglega atlögu að enska bikarnum í maí,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Jóhann Alfreð er harður stuðningsmaður Tottenham eins og félagi hans Björn Bragi Arnarsson en báðir eru þeir í uppistandshópnum Mið-Ísland.

„Þetta eru miklu skemmtilegri leikir núna en áður og stöðugleikinn er kominn. Tottenham hefur oft átt frábæra leiki undanfarin ár en svo hræðilega leiki inn á milli. Núna er þetta orðið alvöru lið sem hræðist engan. Þetta er ungt lið sem er samt komið með smá reynslu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það geti orðið meistari. Mér finnst þetta Tottenham hafa spilað skemmtilegasta boltann í vetur,“ sagði Björn Bragi um Tottenham.

Besta tímabilið var eins og að vera kýldur í magann
Hjálmar Örn Jóhannsson tók undir með þeim. „Við eigum eftir að landa titli á næstu árum, ég held að það sé ekki spurning. Það vantar samt einn egó kall sem hristir upp í þessu. Einhvern sem er stór og mikill, týpu eins og Costa. Allir í liðinu eru góðir í fótbolta og góðir vinir en það vantar einhvern sem hefur unnið eitthvað alvöru,“ sagði Hjálmar.

Tottenham endaði í 3. sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra eftir að hafa verið í titilbaráttu við Leicester fram á vor.

„Tímabilið í fyrra hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið frábært en samt var þetta skrýtið. Tottenham var í fyrsta lagi að berjast við Leicester um titilinn. Leicester vann titilinn og allir fíluðu það nema Tottenham menn. Síðan kom tap gegn Newcastle í lokaumferðinni og Arsenal komst upp fyrir okkur. Þetta var skrýtið. Þetta var besta tímabil frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en samt leið manni eins og maður hefði verið kýldur í magann,“ sagði Jóhann Alfreð.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner