Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Hjálmar Örn velur draumalið skemmtilegra leikmanna
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net
Gestir í sjónvarpsþætti vikunnar völdu allir draumalið skemmtilegra leikmanna. Árangurinn innan vallar skiptir ekki máli, heldur áttu þeir einungis að spá í hvaða leikmenn væri skemmtilegt að hafa í liðinu.

Snapchat stjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson valdi lið sem má sjá hér til hliðar. Hann stillir upp í 4-2-4 leikkerfi!

„Það eru ekki allir áfengissjúklingar í þessu liði en menn hafa gaman að því að fá sér,“ sagði Hjálmar um liðið.

Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, er á meðal leikmanna í liðinu.

„Ég veit að það er góð lykt af honum. Þú sérð það bara. Það vegur upp á móti því sem er í gangi í klefanum,“ sagði Hjálmar.

Diego Costa er ekki vinsæll hjá mörgum knattspyrnuáhugamönnum en hann kemst í liðið.

„Ég held að hann sé mjög skemmtilegur gaur. Ég held að hann sé skemmtilegri í klefanum heldur en þegar þú spilar á móti honum," sagði Hjálmar.

„Til að vega upp á móti öllu þessu fjöri þá er ég með Harry Kane líka frammi. Hann er til í fjör líka en hann fær menn heim klukkan eitt.“

Hér að neðan má sjá umræðuna um liðin.
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner