Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 15. mars 2018 12:01
Magnús Már Einarsson
Blikar reyndu við Lennon - „Alltaf gaman þegar fólk er með húmor"
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik reyndi að fá Steven Lennon framherja FH í sínar raðir á dögunum án árangurs. Blikar lögðu fram tilboð í Lennon sem FH hafnaði samstundis. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var tilboðið ekki hátt og talað er um 750 þúsund krónur í því samhengi.

„Það er spurning hvenær tilboð er tilboð. Þetta var nær því að vera fyrirspurn og að hitt hafi verið fyrir frímerki," sagði Jón Rúnar við Fótbolta.net í dag.

„Það er komin ný stjórn þarna og ég er ekki alveg búinn að læra á húmorinn hjá því en ég hef alltaf gaman af því þegar fólk er með húmor."

Lennon hefur verið í lykilhlutverki hjá FH síðan hann kom frá Sandnes Ulf um mitt sumar 2014. Jón Rúnar segir að hann sé ekki til sölu.

Í fyrra skoraði hinn þrítugi Lennon samtals fimmtán mörk í Pepsi-deildinni og var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.
Athugasemdir
banner