Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 15. mars 2018 17:56
Elvar Geir Magnússon
Cantona á Íslandi - Gerir þátt um landsliðið fyrir HM
Icelandair
Cantona og Jón Tryggvi, eigandi Ölvers.
Cantona og Jón Tryggvi, eigandi Ölvers.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Franska fótboltagoðsögnin Eric Cantona er á Íslandi en hann er að vinna að sjónvarpsþáttum fyrir Eurosport í aðdraganda HM.

Cantona er algjör goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester United og er hann kallaður kóngurinn eða „Eric The King".

Cantona varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Manchester United, fyrst 1993 og síðast 1997.

Cantona er að kynna sér íslenska fótboltamenningu og verður á Íslandi næstu daga.

Hann mætti á Ölver í Glæsibæ síðdegis í dag til að skoða barinn þar sem Heimir Hallgrímsson spjallar alltaf við dyggustu stuðningsmenn landsliðsins á leikdögum.

Á Ölveri hitti hann nokkra meðlimi Tólfunnar og gaf sér tíma til að gefa af sér við aðdáendur.

Íþróttafréttamaðurinn ástsæli Tómas Þór Þórðarson er sérstakur fararstjóri Cantona hér á Íslandi.

Ekki er talið útilokað að Cantona mæti á Pub Quiz Fótbolta.net í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner