banner
   fim 15. mars 2018 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Bilbao og Zenit úr leik
Mynd: Getty Images
Marseille, Lazio og RB Leipzig eru búin að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Marseille sló Athletic Bilbao út með góðum sigri á Spáni. Dimitry Payet skoraði fyrsta mark Marseille og var markarefurinn Aritz Aduriz, sem hefur gert 164 mörk fyrir Bilbao, rekinn af velli með tvö gul spjöld í síðari hálfleik.

Lazio var mun betri aðilinn gegn Dynamo Kiev og vann öruggan útisigur með sitt sterkasta lið á vellinum.

Lucas Leiva og Stefan de Vrij gerðu mörk Lazio og komst Ciro Immobile nokkrum sinnum nálægt því að skora.

Roberto Mancini og lærisveinar hans í Zenit eru úr leik eftir jafntefli gegn Leipzig. Zenit náði útivallarmarki í Þýskalandi en það nægði ekki í dag.

Þá er mikil dramatík í viðureign Viktoria Plzen og Sporting CP í Tékklandi. Bas Dost, sóknarmaður Sporting, gat komið sínum mönnum í 8-liða úrslit þegar hann steig á vítapunktinn á 92. mínútu. Vítaspyrnan var léleg og leikurinn framlengdur.

Athletic Bilbao 1 - 2 Marseille (2-5 samanlagt)
0-1 Dimitry Payet ('38, víti)
0-2 Lucas Ocampos ('52)
1-2 Inaki Williams ('74)
Rautt spjald: Aritz Aduriz, Bilbao ('76)

Dynamo Kiev 0 - 2 Lazio (2-4 samanlagt)
0-1 Lucas Leiva ('23)
0-2 Stefan de Vrij ('83)

Zenit 1 - 1 Leipzig (2-3)
0-1 Jean-Kevin Augustin ('22)
1-1 Sebastian Driussi ('45)

Viktoria Plzen 2 - 0 Sporting (2-2 samanlagt)
1-0 Marek Bakos ('6)
2-0 Marek Bakos ('64)
Framlengdur
Athugasemdir
banner
banner
banner