banner
   fim 15. mars 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Arsenal í góðum málum
Arsenal vann í Mílanó og er í fínum málum.
Arsenal vann í Mílanó og er í fínum málum.
Mynd: Getty Images
Arsenal er í góðum málum fyrir seinni leik sinn gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Milan mætir Emirates-völlinn í kvöld en fyrri leikur liðanna, sem fram fór á San Siro, endaði 2-0 fyrir Arsenal.

Arsenal er því eins og fyrr segir í flottum málum og ætti að geta flogið áfram í 8-liða úrslitin.

Leikur Arsenal og AC Milan hefst 20:05 og er sýndur beint, líkt og leikur Salzburg og Dortmund. Þar tapaði Dortmund fyrri leiknum óvænt á sínum heimavelli og þarf að gera mikið betur í kvöld.

Hér að neðan eru allir leikir dagsins.

Leikir dagsins:
16:00 Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport) (0-3)
18:00 Dynamo Kiyv - Lazio (Stöð 2 Sport 3) (2-2)
18:00 Zenit - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 2) (1-2)
18:00 Athletic Bilbao - Marseille (1-3)
18:00 Viktoria Plzen - Sporting Lissabon (0-2)
20:05 Lyon - CSKA Moskva (1-0)
20:05 Salzburg - Dortmund (Stöð 2 Sport 3) (2-1)
20:05 Arsenal - AC Milan (Stöð 2 Sport 2) (2-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner