Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 15. mars 2018 08:50
Magnús Már Einarsson
Framtíð Mourinho í óvissu?
Powerade
Jose Mourinho kemur mikið fyrir í slúðri dagsins.
Jose Mourinho kemur mikið fyrir í slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Willian er orðaður við Manchester United.
Willian er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er í stóru hlutverki í slúðurpakka dagsins.



Jose Mourinho, stjóri Manchester United, á eftir að takast á við stjórn félagsins um það hversu háa fjárhæð hann fær til leikmannakaupa í sumar. PSG gæti reynt að krækja í Mourinho ef hann verður ósáttur. (Mirror)

Háttsettir menn á Old Trafford eru farnr að setja spurningamerki við það hvort Mourinho sé rétti maðurinn fyrir Manchester United. (Mail)

Mourinho hefur ákveðið nöfn á fjórum leikmönnum sem hann vill kaupa og allt að sjö leikmenn verða seldir í staðinn. (Independent)

Mourinho vill kaupa Willian (29) frá Chelsea en Brasilíumaðurinn kostar væntanlega í kringum 60 milljónir punda. (Sun)

Claude Puel, stjóri Leicester, fær væntanlega væna summu til að eyða í nýja leikmenn í sumar. (Leicester Mercury)

Chelsea vill fá Kwadwo Asamoah bakvörð Juventus (29) en hann getur komið frítt þegar samningur hans rennur út í sumar. (Sun)

Bayern Munchen og Juventus vilja bæði fá Emre Can (24) miðjumann Liverpool en hann verður samningslaus í sumar. (Mirror)

Manchester City er að fara að skipta um búningaframleiðanda. City er að fara að gera samning við Puma upp á 45 milljónir punda á ári. Núverandi samningur City við Nike hljóðar upp á 18 milljónir punda á ári. (Sun)

Rhian Brewster (17) framherji Liverpool kemur inn í aðalliðið þegar hann jafnar sig af meiðslum fyrir næsta tímabil. (Telegraph)

James Tarkowski (25) varnarmaður Burnley verður valinn í enska landsliðið í fyrsta skipti fyrir komandi vináttuleiki. (Times)

FIFA ætlar að rannsaka betur hvort Manchester City hafi brotið reglur þegar kemur að því að semja við unga leikmenn. City gæti endað í félagaskiptabanni ef brot félagsins verða sönnuð. (Telegraph)

Miguel Angel Gil, framkvæmdastjóri Atletico Madrid, þurfti að gista á hóteli á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu eftir að hann fann ekki vegabréf sitt við komu sína til Rússlands. Atletico mætir Lokomotiv Moskvu í Evrópudeildinni í dag. (El Pais)

Son Heung-Min gæti misst af byrjun næsta tímabils ef að Suður-Kórea ákveður að hafa hann sem einn af þremur eldri leikmönnum sínum á Asíuleikunum. Þar keppa U23 ára lið og þrír eldri leikmenn frá hverri þjóð. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner