banner
   fim 15. mars 2018 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso: Arsenal með meiri gæði - Dómarar gera mistök
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso segist ekki vilja kenna dómaranum um tap Milan gegn Arsenal í kvöld.

Milan komst yfir en heimamenn jöfnuðu skömmu síðar eftir að Danny Welbeck fiskaði vítaspyrnu með því að dýfa sér.

Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 í Mílanó og fór leikurinn í kvöld 3-1.

„Ég er stoltur af strákunum. Við vorum slegnir út á San Siro en mættum grimmir til leiks í dag," sagði Gattuso við Sky Sport Italia.

„Það sem gerir mig reiðan er að strákarnir virðast gefast upp í stöðunni 2-1. Við verðum að halda áfram, það má aldrei gefast upp.

„Ég vil ekki tala um dómarann. Dómarar gera mistök rétt eins og leikmenn. Þegar allt kemur til alls er ég stoltur af strákunum."


Milan hefur verið að gera mjög góða hluti undir stjórn Gattuso og segist hann sjá margt jákvætt úr leikjunum gegn Arsenal þrátt fyrir samanlagt 5-1 tap.

„Við erum með mjög ungt lið og settum Arsenal í talsverð vandræði. Þetta lið getur komist í sama gæðaflokk og Arsenal með tímanum. Arsenal er með meiri reynslu í liðinu og gæði í sókninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner