Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. mars 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Heimslistinn: Ísland áfram í 18. sæti - Jöfnun á meti
Icelandair
Ísland er í 18. sæti listans.
Ísland er í 18. sæti listans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í 18. sæti á nýjum heimslista FIFA sem var kynntur í dag. Um er að ræða sama sæti og í síðasta mánuði en Ísland hefur aldrei farið ofar en 18. sæti á listanum.

Af liðunum sem Ísland mætir á HM í sumar er Argentína í 4. sæti listans, Króatía er í 15. sæti og Nígería í 52. sæti.

Í næstu og þarnæstu viku leikur Ísland vináttuleiki við Mexíkó (17. sæti) og Perú (11. sæti) en báðir leikirnir fara fram í Bandaríkjunum. Hópurinn fyrir þá leiki verður opinberaður á morgun.

Heimslisti FIFA
1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Portúgal
4. Argentína
5. Belgía
6. Pólland
7. Spánn
8. Sviss
9. Frakkland
10. Síle
11. Perú
12. Danmörk
13. Kólumbía
14. Ítalía
15. Króatía
16. England
17. Mexíkó
18. Ísland
19. Svíþjóð
20. Wales
21. Holland
22. Úrúgvæ
23. Túnis
24. Norður-Írland
25. Bandaríkin
26. Kosta Ríka
27. Senegal
28. Austurríki
29. Slóvakía
30. Paragvæ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner