Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. mars 2018 11:38
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man Utd hættu við að fara á Cheltenham veðreiðarnar
Marcus Rashford, lítill í sér.
Marcus Rashford, lítill í sér.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United frestuðu ferð á Cheltenham veðreiðarnar eftir að þeir féllu út úr Meistaradeildinni. Liðið ætlaði að taka sér frídag í þessari viku og skella sér á veðreiðarnar sem eru hrikalega vinsælar á Bretlandseyjum.

Mirror segir að leikmennirnir hafi verið svo óánægðir með sína frammistöðu gegn Sevilla að þeir hafi sjálfir hætt við frídaginn. Ekki er vitað hvort Jose Mourinho hafði eitthvað að segja í þeirri ákvörðun.

Sevilla vann 2-1 útisigur gegn United á Old Trafford á þriðjudaginn og sló enska stórliðið úr leik í Meistaradeildinni. Sigur Sevilla var fyllilega verðskuldaður.

Sjá einnig:
Innkastið - Harkaleg brotlending Mourinho
Athugasemdir
banner