Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 15. mars 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
McClaren útskýrir af hverju hann var með regnhlífina frægu
McClaren með regnhlífina á hliðarlínunni.
McClaren með regnhlífina á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, fékk mikla útreið eftir að England tapaði 3-2 gegn Króatíu í lokaleiknum í undankeppni EM 2008.

Tapið varð til þess að England missti af sæti á EM. McClaren var með stóra regnhlíf merkta enska knattspyrnusambandinu á hliðarlínunni í leiknum og fyrir það var hann harðlega gagnrýndur.

Í viðtali við FourFourTwo hefur McClaren nú uppljóstrað af hverju hann ákvað að taka upp regnhlífina.

„Ég sá þjálfara andstæðnganna Slaven Bilic vera með húfu og ég hugsaði: 'Ég ætla ekki að vera með svona. Ég verð drepinn fyrir það!"

„Það var regnhlíf merkt enska knattspyrnusambandinu liggjandi á jörðinni og ég hugsaði með mér, 'Ég nota þetta. Ég styð enska knattspyrnusambandið og næ að halda mér þurrum í leiðinni."

„Eftir að hafa haldið að ég yrði drepinn fyrir að vera með húfu þá var ég í staðinn drepinn fyrir að halda á regnhlíf!"


McClaren tók síðar við Twente í Hollandi og í leik gegn Heracles var mikil rigning. Allir starfsmenn Twente voru með regnhlíf en McClaren ákvað að sleppa því í það skipti.

„Þegar ég kom út spurði liðsstjórinn, 'Þjálfari! Viltu fá regnlíf?' Ég sagði, 'Nei, ég er til í að enda eins og rotta sem er að drukkna á bekknum en ég ætla ekki að vera með regnhlíf."

„Ég er hissa á að fyrirtæki með regnhlífar hafi ekki haft samband og beðið mig um að leika í auglýsingum en hins vegar væri það kannski ekki góð umfjöllun fyrir þau,"
sagði McClaren léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner