Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. mars 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sakaður um að taka við blóðpeningum
Mynd: Getty Images
Þingmaðurinn Chris Bryant er langt frá því að vera sáttur með Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United.

Eins og áður hefur verið sagt frá mun Mourinho vinna sem sérfræðingur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT, Russia Today, í kringum Heimsmeistaramótið í sumar.

Mourinho verður í höfuðborg Rússlands, Moskvu meðan á mótinu stendur og líklegt að hann verði sérfræðingur á leik Íslands og Argentínu þann 16. júní en hann fer fram í borginni.

RT er umdeild sjónvarpsstöð og hefur verið sökuð um að vera áróðursmiðill fyrir forsetann Vladimir Putin og stjórnar hans.

Mourinho mun fá vel greitt fyrir störf sín en Bryant segir að Mourinho sé að taka við „blóðpeningum".

„Að mínu mati eru þetta blóðpeningar sem koma beint frá rússneska ríkinu," segir Bryant.

Sjá einnig:
Konungsfjölskyldan fer ekki til Rússlands eftir eiturefnaárás
Athugasemdir
banner
banner