banner
   fim 15. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Myndir: Íslenskur leikmaður með hár eins og Valderrama
Emil Óli í leik með Kormáki/Hvöt.
Emil Óli í leik með Kormáki/Hvöt.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Emil Óli Pétursson, 15 ára leikmaður Kormáks/Hvatar, hefur vakið athygli fyrir magnaða hárgreiðslu í leikjum liðsins í C-deild Lengjubikarsins.

Emil Óli, sem er frá Hvammstanga, er með krullur sem minna á Carlos Valderrama fyrrum lykilmanns í landsliði Kolumbíu. Greiðslan svipar einnig nokkuð til Marouane Fellaini miðjumanns Manchester United nema Emil er ljóshærður en ekki dökkhærður.

„Ég hef bara verið með svona hár síðan seint síðasta sumar," sagði Emil við Fótbolta.net en hann segir að greiðslan hafi vakið athygli í leikjum Kormáks/Hvatar.

„Já ég hef tekið eftir þvi að þetta veki einhverja athygli," sagði Emil en hann segir enga fyrirmynd vera á bakvið greiðsluna.

Kormákur/Hvöt leikur í 4. deild en Emil er þrátt fyrir ungan aldur að fara inn í sitt annað tímabil með meistaraflokki. „Mér líst bara nokkuð vel á komandi tímabil," sagði Emil.

Hér að neðan má sjá myndir af Emil í leik gegn Hvíta Riddaranum á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner