fim 15. mars 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Myndir: Svona er HM búningur Íslands
Icelandair
Mynd: KSÍ
Nú rétt í þessu var nýr landsliðsbúningur opinberaður í höfuðstöðvum KSÍ.

Íslenska landsliðið mun spila í þessum búning á HM í Rússlandi í sumar.

Helsta breytingin á búningnum er sú að ermarnar eru rauðar og engin lína er á hægri hliðinni líkt og síðast. Á hvitum varabúningi er einnig rautt á ermunum eins og sjá má hér að neðan.

Búningurinn er frá Errea líkt og allir landsliðsbúningar Íslands frá því árið 2002.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á afhjúpunina og fékk fyrstu treyjuna afhenta. „Treyjan lítur vel út, hér með er það ákveðið," sagði Guðni í ávarpi sínu.

Sala á treyjunni hefst í verslun Jóa útherja klukkan 17:00 í dag. Opið er í versluninnni til 20:00 í kvöld.

Hér að neðan eru fleiri myndir af búningnum.


Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner