Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 15. mars 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns hvetur menn til að hætta að tuða yfir Íslandsmótinu
Óli er kominn heim eftir að hafa þjálfað í Danmörku í nokkur ár.
Óli er kominn heim eftir að hafa þjálfað í Danmörku í nokkur ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli þjálfaði síðast Breiðablik hér á landi.
Óli þjálfaði síðast Breiðablik hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur í nýjasta þættinum af Návígi í umsjón Gunnlaugs Jónssonar.

Smelltu hér til að hlusta á Ólaf Kristjánsson í Návígi

Ólafur býst við mjög skemmtilegu Íslandsmóti í sumar.

„Ég býst við mjög skemmtilegu Íslandsmóti. Eins og staðan er núna eru Valsmenn með gríðarlega sterkan hóp og hafa notið velgengni undanfarin ár. Ég býst við því að Rúnar í KR nái að efla þá, Stjarnan er með sterkt lið og svo sé ég mjög frískt Breiðabliks lið."

„Bara til að nefna nokkur lið, ég gleymi kannski einhverjum - KA-menn byrjuðu vel í fyrra."

Óli segir að það sé ákveðinn sjarmi yfir Íslandsmótinu. Hann hvetur menn til að hætta að tuða og læra að elska.

„Þegar ég fylgdist með Íslandsmótinu í þessi fjögur ár á meðan ég var úti þá uppgötvaði ég hversu mikill sjarmi er yfir Íslandsmótinu."

„Þetta er auðvitað kannski einhver nostalgía hjá mér en við tölum þessa keppni rosalega mikið niður. Ég vil lengja hana en hún er þetta barn sem hún er eins og hún er. Þú getur séð marga leiki og það er spilað yfir hásumar. Ég veit að það er ekki alltaf sól og blíða en það er einhver sjarmi yfir mótinu."

„Ég ræddi við vin minn Gunnleif Gunnleifsson, markvörð í Breiðabliki, hann er enn að spila, hann elskar þetta."

„Ef við gætum fengið þennan kærleika og þessa ást til að skína aðeins meira í staðinn fyrir að tala um hvað allt er ómögulegt og leiðinlegt, tuða yfir því hvað eru margir útlendingar og allt og fáir rauðhærðir og hvað og hvað, þá held ég að við náum lengra, bæði hvað varðar áhorfendur, umgjörð, umfjöllun og svo framvegis."



Smelltu hér til að hlusta á Óla Kristjáns í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner
banner