Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. mars 2018 14:25
Elvar Geir Magnússon
Pope, Tarkowski, Mawson og Cook í enska landsliðshópnum
Tarkowski er í hópnum.
Tarkowski er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Nick Pope, James Tarkowski, Alfie Mawson og Lewis Cook hafa verið valdir í enska landsliðshópinn sem mætir Hollandi og Ítalíu í vináttulandsleikjum.

Enginn þeirra á landsleik að baki.

Gary Cahill er ekki valinn en Jack Wilshere og Danny Welbeck fá endurkomur. Wilshere hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan hann lék í tapi Englands gegn Íslandi á EM 2016.

Pope er markvörður Burnley, Tarkowski miðvörður Burnley, Mawson miðvörður Swansea og Cook er miðjumaður Bournemouth.

„Nick Pope hefur verið að spila virkilega vel. Það er hrós á starf Sean Dyche (stjóra Burnley) að þrír leikmenn Burnley séu í hópnum," segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.

Enski hópurinn

Markverðir: Joe Hart (West Ham United), Jack Butland (Stoke City), Nick Pope (Burnley)

Varnarmenn: Kyle Walker (Manchester City), Kieran Tripper (Tottenham Hotspur), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), John Stones (Manchester City), James Tarkowski (Burnley), Alfie Mawson (Swansea City), Joe Gomez (Liverpool), Harry Maguire (Leicester City)

Miðjumenn: Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jack Wilshere (Arsenal), Jordan Henderson (Liverpool), Jake Livermore (West Bromwich Albion), Adam Lallana (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool), Dele Alli (Tottenham Hotspur), Raheem Sterling (Liverpool), Ashley Young (Manchester United), Jesse Lingard (Manchester United), Lewis Cook (Bournemouth)

Framherjar: Danny Welbeck (Arsenal), Jamie Vardy (Leicester City), Marcus Rashford (Manchester United)
Athugasemdir
banner
banner
banner