Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. mars 2018 14:13
Elvar Geir Magnússon
Ramsey fékk frí frá fyrsta landsliðshópnum hjá Giggs
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs opinberaði sinn fyrsta landsliðshóp hjá Wales í dag en liðið er að fara að spila vináttulandsleiksmót í Kína í næstu viku.

Giggs var ráðinn í janúar og gerði fjögurra ára samning.

Wales mun mæta heimamönnum, Úrúgvæ og Tékklandi í Kína.

Giggs heldur Ashley Williams sem fyrirliða. Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, er þó ekki í hópnum.

Ramsey mun spila með Arsenal gegn AC Milan í kvöld en eftir leikinn fer hann í minniháttar aðgerð.

Giggs segir að rætt hafi verið við Aaron og Arsenal og samþykkt að þetta landsleikjahlé væri kjörið til að fara í aðgerðina.
Athugasemdir
banner
banner