Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. mars 2018 11:19
Elvar Geir Magnússon
Segir að Paul Pogba sé eins og skólastrákur
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Roy Keane segir að Paul Pogba sé „eins og skólastrákur" og lét franska miðjumanninn heyra það eftir að hann náði ekki að hafa nein áhrif eftir að hafa komið af bekknum í Meistaradeildartapi Manchester United gegn Sevilla.

Pogba hefur verið langt frá sínu besta síðustu vikur og byrjaði á bekknum en kom inn þegar um hálftími var eftir. Sevilla vann 2-1 útisigur á Old Trafford og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag.

„Pogba er stórt vandamál og þegar hann kemst ekki í byrjunarliðið þá ertu í vandamálum. Þú gerir þær væntingar til stórra leikmanna að koma inn og breyta leiknum. Hann kom inn og gerði nákvæmlega ekkert," segir Keane.

„Hans viðbrögð við fyrsta markinu voru eins og hann væri skólastrákur. Hann fann ekki lykt af hættunni. Ástæðan fyrir því að þú ert í liði er að þegar liðsfélagi gerir mistök þá reynir þú að bæta upp fyrir það."

„Menn eru ekki að hjálpa hvor öðrum og þeir eru ekki að spila eins og bestu lið United þar sem úrslitin voru kreist fram þó að liðið væri ekki að eiga gott kvöld. Menn eru að spila sem einstaklingar og virðast ekki ráða við það."

„Þegar ég spilaði fyrir United hugsaði ég alltaf um það þegar ég klæddist treyjunni að njóta þess að vera hluti af sögunni, vera undir þessari pressu, væntingar stuðningsmanna og spila fyrir merkið. Þegar ég horfi á þetta lið hef ég það á tilfinningunni að þeir njóti ekki væntingana og pressunnar," segir Keane sem lék yfir 400 leiki fyrir Rauðu djöflanna.
Athugasemdir
banner
banner