Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 15. mars 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Vill skoða að Evrópusæti verði í boði í Lengjubikarnum
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA.
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, vill skoða þann möguleika að gefa Evrópusæti fyrir sigur í Lengjubikarnum.

Ísland fær fjögur Evrópusæti á hverju tímabili en bikarmeistararnir og þrjú efstu liðin í Pepsi-deildinni fá sætin í dag. Ef bikarmeistararnir enda einnig í topp þremur í deildinni þá gefur fjórða sætið þar líka Evrópusæti.

Sævar stingur upp á því á Twitter í dag að gefið verði Evrópusæti fyrir sigur í Lengjubikarnum.

„Síðustu 15 ár þá hefur sigurvegari Lengjub verið 12 sinnum í topp 4 hvort sem er, hefði því ekki haft áhrif í 80% tilfella á hvar sætið endar," segir Sævar á Twitter.

Í fyrra náði KR að vinna Lengjubikarinn en liðið endaði í 4. sæti í Pepsi-deildinni og missti af Evrópusæti.

Mikil umræða hefur verið á Twitter eftir færslu Sævars.

Smelltu hér til að lesa alla umræðuna



Athugasemdir
banner
banner
banner