Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. mars 2018 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Viljum klárlega ekki mæta Atletico
Mynd: Getty Images
Arsenal sló Milan úr Evrópudeildinni fyrr í kvöld með 3-1 sigri á heimavelli. Arsenal vann 5-1 samanlagt eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum.

Arsene Wenger var kátur eftir lokaflautið en viðurkenndi að liðið þyrfti að bæta varnarvinnuna.

„Þetta var erfiður leikur en á endanum unnum við. Þetta var opinn leikur gegn mjög góðu liði og erum við ánægðir með útkomuna," sagði Wenger að leikslokum.

„Við þurfum að bæta okkur varnarlega, við eigum oft erfitt með að verjast."

Wenger segist, rétt eins og aðrir leikmenn sem voru teknir í viðtal, ekki hafa séð meinta dýfu Danny Welbeck í leiknum. Welbeck fiskaði vítaspyrnu og skoraði jöfnunarmark sex mínútum fyrir leikhlé.

„Ég gef ykkur heiðarlegt svar þegar ég sé endursýningu. Ég ætla ekki að ásaka Welbeck um að dýfa sér fyrr en ég sé endursýningu."

Þá tekur Wenger eitt lið fram sem hann vill ekki mæta í 8-liða úrslitunum. Það ætti að vera flestum augljóst hvaða lið það er.

„Við viljum klárlega ekki mæta Atletico Madrid í næstu umferð, en við höfum enga stjórn á hverjum við mætum næst."
Athugasemdir
banner
banner