Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. mars 2018 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan um HM: Ég verð með ef ég vil
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er byrjaður að æfa aftur eftir erfið meiðsli og ætlar ekki að snúa aftur á völlinn of snemma.

Zlatan lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 og hefur verið orðaður við endurkomu í sænska landsliðið fyrir HM í Rússlandi, en Svíar slógu Ítali út í umspilinu.

Ekki er búist við að sænska goðsögnin fari með á HM þar sem hann tók ekki þátt í undankeppninni. Landsliðsþjálfari Svía hefur sagt að Zlatan verði ekki í hóp í Rússlandi en sænska goðsögnin gæti verið með önnur áform.

„Ég mun byrja að spila aftur þegar ég er tilbúinn til að standa mig vel. Ég vil vera orðinn hundrað prósent klár áður en ég stíg fæti á völlinn," sagði Zlatan um framtíðina hjá United, samkvæmt frétt frá Daily Mail sem vitnar beint í hann.

„Ég er alltaf að hugsa um HM. Ég verð með ef ég vil það."

Zlatan gerði 62 mörk í 116 landsleikjum og er talinn til bestu knattspyrnumanna sem Svíþjóð hefur nokkurn tímann alið af sér, ef ekki sá besti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner