Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. apríl 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Cech: Sjáum til hvernig Liverpool gengur undir pressu
Petr Cech segir hvaða lið sem endar á toppnum verðskulda titilinn
Petr Cech segir hvaða lið sem endar á toppnum verðskulda titilinn
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Chelsea, er ekki sannfærður um að Liverpool geti höndlað pressuna sem skapast kringum titilbaráttuna á síðustu metrunum.

Cech segir að Liverpool hafi ekki haft mikla pressu á bakinu það sem af er tímabils en nú fari hún stigmagnandi á lokakaflanum.

Liverpool er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu eftir 10 sigra í röð þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

,,Það bjóst enginn við neinu frá Liverpool en þeir eru í toppbaráttunni og þess vegna hafa þeir spilað án pressu hingað til," sagði Cech.

,,Við munum sjá til hvernig þeim gengur á síðustu metrunum þegar pressan verður sem mest.

,,Þegar tímabilið byrjar fær hvert lið 38 leiki til að safna sem flestum stigum. Ég held ekki, þegar allt kemur til alls, að þetta snúist um heppni. Liðið sem safnar flestum stigum á augljóslega skilið að vinna titilinn."

Athugasemdir
banner
banner