Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. apríl 2014 11:26
Elvar Geir Magnússon
Welbeck, Cleverley og Young sektaðir fyrir djamm
Welbeck, Cleverley og Young.
Welbeck, Cleverley og Young.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Manchester United, ætlar að sekta þrjá leikmenn liðsins fyrir að fara á djammið eftir tap liðsins gegn Bayern München í síðustu viku.

Myndir voru birtar af Tom Cleverley, Danny Welbeck og Ashley Young í miðborg Manchester síðasta fimmtudagskvöld eftir að þeir komu heim úr verkefninu í München. United tapaði einvíginu gegn Bayern samtals 4-2.

Þremenningarnir brutu þá reglu að fara ekki út á lífið 48 klukkustundum eftir leikinn.

Í síðasta mánuði var Chris Smalling sektaður fyrir agabrot en hann var einnig myndaður á djamminu í Manchester. Það var annað agabrot varnarmannsins á stuttum tíma en hann þurfti að senda frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa klæðst sem hryðjuverkamaður sem undirbýr sjálfsmorðsárás í einkasamkvæmi.
Athugasemdir
banner
banner