Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. apríl 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Diame segist vera á óskalista Liverpool
Mohamed Diame.
Mohamed Diame.
Mynd: Getty Images
Mohamed Diame, miðjumaður West Ham, segist vera á óskalista Liverpool.

Þessi 26 ára gamli leikmaður var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool fyrir tveimur árum en hann samdi við West Ham síðastliðið sumar eftir að hafa verið orðaður við Arsenal, Aston Villa og Fulham.

,,Fyrir tveimur árum vildi ég ganga til liðs við félag með metnað. Tímabilið hefur verið allt í lagi hjá mér þó að það hafi ekki náð sömu hæðum og það síðasta. Ég byrjaði illa en hef verið að koma til," sagði Diame.

,,Liverpool? Ég get ekki sagt til um hvort ég verði leikmaður Liverpool á næsta tímabili en ég held að nafnið mitt sé ennþá á óskalista þeirra."

,,Ég ætla ekki að fela það að ég er metnaðarfullur og vil ganga til liðs við félag í topp sex. Ég er 26 ára og það er tími kominn á að taka þetta skref."

Athugasemdir
banner
banner