Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. apríl 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Gundogan framlengir við Borussia Dortmund
Gundogan verður áfram hjá Dortmund.
Gundogan verður áfram hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan, miðjumaður Borussia Dortmund, hefur bundið enda á vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Þýski landsliðsmaðurinn hefur einungis spilað einn deildarleik á tímabilinu vegna meiðsla og mun líklega missa af heimsmeistaramótinu, en hann hefur þrátt fyrir það verið orðaður við ýmis stórlið eftir frábær undanfarin tímabil.

Hefur hann nú framlengt samning sinn til ársins 2016 og er hann ólmur í að vera hluti af framtíð Dortmund.

,,Ég er mjög þakklátur fyrir að félagið mitt hafi veitt mér tækifæri til að halda áfram að vera hluti af þessu einstaka liði og þessu frábæra umhverfi," sagði hann við heimasíðu Dortmund.

,,Ég mun gera allt sem ég get til að byrja að hjálpa liðsfélögum mínum sem fyrst og ég er mjög bjartsýnn fyrir komandi vikur og mánuði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner