Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. apríl 2014 14:11
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt hafa tryggt sér William Carvalho
Miðjumaðurinn William Carvalho.
Miðjumaðurinn William Carvalho.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester United hafa tryggt sér William Carvalho fyrir næsta tímabil. Þetta fullyrða TalkSport og Daily Mirror.

Carvalho er miðjumaður sem mun kosta United 37 milljónir punda. Þessi portúgalski landsliðsmaður spilar með Sporting Lissabon.

Umboðsmaður leikmannsins fékk skoðunarferð um æfingasvæði Manchester United í síðustu viku og sagt er að gengið verði frá málum fyrir HM í Brasilíu.

William Carvalho hefur verið orðaður við ýmis félög, þar á meðal Chelsea.

Yfirstandandi tímabil er mikil vonbrigði fyrir United en knattspyrnustjórinn David Moyes er ákveðinn í að endurnýja leikmannahópinn í sumar. Hann er bjartsýnn á að geta krækt í Toni Kroos frá Bayern München þrátt fyrir að United taki ekki þátt í Meistaradeildinni næsta vetur.

Moyes vonast einnig til að geta tryggt sér þjónustu vinstri bakvarðarins Luke Shaw sem leikur fyrir Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner