Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. apríl 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini hefur ekki gefið titilvonirnar upp á bátinn
Pellegrini neitar að gefast upp.
Pellegrini neitar að gefast upp.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að sínir menn séu alls ekki búnir að gefa Englandsmeistaratitilinn upp á bátinn.

City tapaði 3-2 gegn toppliði Liverpool í mögnuðum fótboltaleik á Anfield, en með sigri hefðu þeir komist í bílstjórasætið í titilbaráttunni. Pellegrini hefur þó ekki gefist upp.

,,Ég held að liðið viti nákvæmlega hvað það þarf að gera," sagði Pellegrini.

,,Við töpuðum þessum leik, en við eigum enn sex leiki eftir og við munum berjast til enda til að vinna titilinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner